forretta-barinn-logo2024-white

Vinalegi veitingastaðurinn þinn við gömlu höfnina í Reykjavík

Jólamatseðill

Drykkir

Matseðill

Um okkur

Forréttabarinn opnaði árið 2011 og er rekinn af Róbert Ólafssyni matreiðslumanni sem starfað hefur sem slíkur í yfir þrjá áratugi á hótelum og veitingastöðum bæði á Íslandi og erlendis.

Við bjóðum upp á úrval girnilegra kræsinga í ýmsum stærðum og gerðum. Franski matreiðslumeistarinn Olivier Grau stýrir eldhúsinu okkar ásamt einvalaliði matreiðslumanna. 

Áhersla lögð á ferskt, staðbundið hráefni, sjávarfang, kjöt og grænmeti en matreiðslan er undir áhrifum frá Suður-Evrópu og Mið-Ameríku.

Fjölbreitt úrval grænmetisrétta er á boðstólum og fjögurra rétta smakk matseðlarnir eru sérstaklega vinsælir. Á barnum er gott úrval af innlendum og alþjóðlegum kranabjór, vínum og hanastélum. Vertu velkomin á vinalega veitingastaðinn við gömlu höfnina.

Forréttabarinn er nútímalega hannaður en hátt er til lofts eins og gjarnan er í gömlum iðnaðarhúsnæðum. Minimalísk Skandinavísk hönnun í aðalrými með listaverkum – stórum gluggum og opnu eldhúsi. Barsvæðið er með viðarborðum smíðuðum úr gömlu bryggju timbri.

Húsnæði Forréttabarsins var byggt árið 1939 og hýsti um árabil, stálsmiðju, netaverkstæði og vörulager.  

Hefur þú áhuga á að ganga til liðs við okkar einstaka teymi?

Finndu okkur

Nýlendugata 14, 101 Reykjavík

Forréttabarinn er staðsettur í hjarta borgarinnar, í nálægð við höfnina en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemninguna sem Forréttabarinn er vel þekktur fyrir.

Umsagnir viðskiptavina